Sport

Illa slasaður eftir að hafa dottið af brú í miðri keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fólk var óttaslegið eftir að Evenepoel fór fram af brúnni.
Fólk var óttaslegið eftir að Evenepoel fór fram af brúnni. Tim de Waele/Getty Images

Remco Evenepoel, einn efnilegasti hjólreiðakappi Evrópu, er illa slasaður eftir að hafa fallið af brú í Il Lombardia-keppninni sem fram fer á Ítalíu fyrr í dag. Evenepoel var í fjórða sæti er fremstu menn voru að koma niður brattasta kafla keppninnar.

BBC greindi frá.

Evenepoel virðist hafa sofnað aðeins á verðinum en hann klessti á það sem er í raun aðeins hægt að lýsa sem litlum vegg er hann fór yfir brú eftir brattasta kaflann. Við það steyptist hann af hjólinu og af brúnni.  Alls féll hann sjö metra. 

Bráðaliðar mættu á staðinn og er þessi tvítugi Belgi nú á sjúkrahúsi. 

Deceuninck-QuickStep - lið Evenepoel - hefur gefið út yfirlýsingu varðandi ástand hjólreiðakappans. Hann er með meðvitund og vonast liðið til að geta veitt frekari upplýsingar síðar í kvöld.

Evenepoel hefur átt góðu gengi að fagna á árinu og unnið bæði Tour of Poland-keppnina sem og Volta a Burgos-hjólreiðarnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.