Erlent

For­seta­fram­bjóðandi stefnir Hillary fyrir meið­yrði

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 38 ára Tulsi Gabbard hefur setið á þingi fyrir Demókrataflokkinn frá árinu 2013.
Hin 38 ára Tulsi Gabbard hefur setið á þingi fyrir Demókrataflokkinn frá árinu 2013. Getty

Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Tulsi Gabbard hefur stefnt Hillary Rodham Clinton, fyrrverandi forsetafrú og utanríkisráðherra, fyrir meiðyrði. Krefst Gabbard þess að Clinton verði dæmd til greiðslu 50 milljón dala í miskabætur, um 6,3 milljarða króna.

Málið snýst um orð Clinton í hlaðvarpsþætti í október þar sem hún kallaði Gabbard „rússneskan útsendara“ (e. Russian asset).

Í stefnunni segir að Clinton hafi logið til um andstæðing sinn. „Hún gerði það á opinberum vettvangi, ótvírætt, og með því augljósa markmiði að skaða. Lygar Clinton hafa skaðað Tulsi – og sömuleiðis hefur bandarískt lýðræði orðið fyrir staða.“

Orð Clinton vöktu mikla athygli í haust þar sem ýmsir komu Gabbard til varnar – meðal annars forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders og Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Hin 38 ára Gabbard hefur setið á þingi fyrir Demókrataflokkinn frá árinu 2013. Hún er þingkona Hawaii og fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×