Lífið samstarf

Sérsniðnir koddar og gæða sængur

Vogue fyrir heimilið kynnir
Líkamsbygging og stífleiki á því rúmi sem sofið er á segir til um hvaða kodda á að velja. Fáið rágjöf í versluninni.
Líkamsbygging og stífleiki á því rúmi sem sofið er á segir til um hvaða kodda á að velja. Fáið rágjöf í versluninni.

„Við eigum gríðarlegt úrval af sængum og koddum sem kemur sér vel í kuldanum núna,“ segir Helgi Valur Pálsson hjá versluninni Vogue fyrir heimilið.  „Þetta eru vandaðar sængur á breiðu verðbili. Við eigum meðal annars til góðar micro-fiber sængur sem henta fólki sem þjáist af ofnæmi sérstaklega vel og margar gerðir af dúnsængum sem ýmist eru fylltar hreinum dún eða blöndu af dún og fiðri.“

Gestirnir vilja kaupa sængurnar sem þeir sofa með

„Við viljum meina að við séum með bestu hótelsængur sem völ er á á landinu og mörg af stærstu hótelum landsins bjóða gestum sínum upp á sængur frá okkur.  Sængurnar reynast vel því oft hafa hótelin samband beint við okkur því gestir vilja kaupa eins sængur eftir dvölina og þeir sváfu með á hótelinu,“ segir Helgi.

Veita ráðgjöf til að finna rétta koddann

„Úrvalið af koddum er mikið og það getur verið snúið að finna kodda sem hentar. Hér í versluninni erum við með kodda frá Pillowise og bjóðum sérstaka þjónustu við að mæla út hvaða koddi passar fyrir hvern og einn. Breytur eins líkamsbygging, afstaða höfuðs á líkamanum, svefnstaða og stífleiki á rúmi er sett inn í ákveðna formúlu til að finna hvaða koddi hentar hverjum og einum. Starfsfólk okkar er sérþjálfað til að veita þessa ráðgjöf og viðskiptavinir eru gríðarlega ánægðir með þessa þjónustu enda eiga margir í mesta basli við finna réttan kodda.“

Nánar á vogue.is



Þessi kynning er unnin í samstarfi við Vogue fyrir heimilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×