Erlent

Sænskir Samar lögðu sænska ríkið eftir ára­langa deilu um veiði­réttindi

Atli Ísleifsson skrifar
Svæðið sem um ræðir er um 5.500 ferkílómetrar og er að finna milli Kiruna og Gällivare.
Svæðið sem um ræðir er um 5.500 ferkílómetrar og er að finna milli Kiruna og Gällivare. Getty

Sænski samabærinn Girjas hafði í morgun betur gegn sænska ríkinu eftir að Hæstiréttur Svíþjóðar kvað upp sinn dóm í deilumáli um veiðiréttindi sem staðið hefur í mörg ár.

Samkvæmt dómnum geta Samar veitt fisk og villt dýr án aðkomu sænska ríkisins að veiðinni. Vísaði Hæstiréttur landsins í hefðarrétt og að Samar hafi stundað þar veiðar svo öldum skiptir.

„Þetta er stórkostlegt. Þetta er ótrúlegt. Þú verður að bíða stundarkorn,“ sagði Jörgen Jonsson, fyrrverandi leiðtogi sambands sænskra Sama, við sænska fjölmiðla eftir að niðurstaðan lá fyrir.

Samkvæmt dómnum á samabærinn einn réttindin til skotveiða og fiskveiða á svæðinu sem um ræðir. Niðurstaða dómara í málinu var einróma.

Málið hefur staðið allt frá árinu 2009 þegar Girjas höfðaði mál á hendur sænska ríkisins. Með málinu vildu Samar endurheimta veiðiréttindin á umræddu svæði eftir að sænska ríkið opnaði á veiðar fyrir almenning á fjöllum árið 1993.

Svæðið sem um ræðir er um 5.500 ferkílómetrar og er að finna milli Kiruna og Gällivare.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×