Ádeilufrétt um að Alþingi hafi skilgreint öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma blekkir netverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 09:59 Skjáskot af umræddri umfjöllun Patheos. Skjáskot Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira