Sport

Leikmenn fengu 8,7 milljónir hver fyrir að vinna Pro Bowl í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamar Jackson og Calais Campbell fengu verðlaun leiksins og fagna hér með heiðursfyrirliðum Ameríkuliðsins þeim Bruce Smith og Terrell David.
Lamar Jackson og Calais Campbell fengu verðlaun leiksins og fagna hér með heiðursfyrirliðum Ameríkuliðsins þeim Bruce Smith og Terrell David. Getty/Mark Brown

Ameríkudeildin vann stjörnuleik NFL-deildarinnar í gær en hann gengur undir nafninu Pro Bowl.

Ameríkudeildin (AFC) vann 38-33 sigur á Þjóðardeildinni (NFC) en leikurinn fór fram á     Camping World Stadium í Orlando á Flórída.

Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var valinn besti sóknarmaður leiksins en Calais Campbell hjá Jacksonville Jaguars var kosinn besti varnarmaðurinn.

Aðdáendur kusu í liðinn eins og vaninn er með stjörnuleiki. Leikmenn sem eru að fara spila Super Bowl leik um næstu helgi tóku ekki þátt þrátt fyrir að hafa verið valdir í leikinn.  





Leikmenn hafa nokkuð upp úr því að spila þennan leik því leikmenn sigurliðsins frá 70 þúsund dollara hver eða 8,7 milljónir íslenskra króna. Leikmenn tapliðsins fengu síðan helmingi minna.

Lamar Jackson átti tvær snertimarkssendingar í leiknum þar af aðra þeirra á samherja sinn, Mark Andrews sem spilar sem innherji hjá Baltimore Ravens.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×