Innlent

Gripinn með met­am­feta­mín og kókaín í tíu smellu­lás­pokum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla á Suðurnesjum gerði húsleit hjá manninum.
Lögregla á Suðurnesjum gerði húsleit hjá manninum. Vísir/Vilhelm

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna, reyndist með metamfetamín og kókaín í tíu smelluláspokum í fórum sínum. Einnig fundust síðar fíkniefni á heimili mannsins við húsleit, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Þá lagði lögregla hald á sextíu þúsund krónur vegna gruns um að um væri að ræða ágóða af fíkniefnasölu. Maðurinn viðurkenndi eign sína á fíkniefnunum við skýrslutöku.

Lögregla fann jafnframt umtalsvert magn af kannabisefnum við aðra húsleit í umdæminu. Húsráðandi framvísaði kannabisefni við komu lögreglumanna og við leit fundust efni, bæði í íbúðinni og bílskúr í ýmsum ílátum. Einnig fundust vigt og töluvert margir smelluláspokar.

Húsráðandi játaði að eiga efnin en neitaði að hafa haft í hyggju að selja þau, að því er segir í tilkynningu lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.