Sport

Í beinni í dag: Einn leikur á dagskrá

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Charlie Austin og Oliver Burke hafa verið í feikna formi það sem af er leiktíð.
Charlie Austin og Oliver Burke hafa verið í feikna formi það sem af er leiktíð. Vísir/Getty

Eftir frábæran dag hjá okkur í gær þar sem við vorum með 12 beinar útsendingar þá er dagurinn í dag töluvert rólegri. Aðeins einn leikur er á dagskrá en það er viðureign West Bromwich Albion og Stoke City í ensku B-deildinni.

Bæði lið höfðu verið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma þegar þau féllu niður í B-deildina um vorið 2018. Þau eru því á sínu öðru tímabili í B-deildinni og gengi liðanna er vægast sagt svart og hvítt.

Slaven Bilic, fyrrum þjálfari West Ham United, tók við West Bromwich Albion og hefur gert ótrúlega hluti með liðið. Það spilar skemmtilegan fótbolta og er sem stendur á toppi deildarinnar með 53 stig, stigi meira en Leeds United ásamt því að eiga leik til góða.

Stoke City hefur verið í frjálsu falli síðan liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni og rekið hvern þjálfarann á fætur öðrum. Michael O'Neill, fyrrum þjálfari N-írska landsliðsins, er við stjórnartaumana sem stendur og á hann að reyna halda sæti Stoke í deildinni. Liðið er í 21. sæti af 24 liðum.

Bein útsending dagsins:
19:55 West Brom – Stoke City, Stöð 2 SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.