Sport

Þakkar 50 Cent fyrir að bardagi Conor og Mayweather hafi orðið að veruleika

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mayweather sigraði McGregor með tæknilegu rothöggi.
Mayweather sigraði McGregor með tæknilegu rothöggi. vísir/epa

Dana White, forseti UFC, þakkar rapparanum 50 Cent fyrir að boxbardagi þeirra Conors McGregor og Floyds Mayweather hafi orðið að veruleika.Conor og Mayweather mættust í hringnum í ágúst 2017. Þetta var fyrsti boxbardagi Conors á ferlinum. Hann fór ekki vel fyrir Írann því Mayweather sigraði hann.Búið var að ræða mögulegan bardaga Conors og Mayweather í langan tíma en boltinn byrjaði ekki að rúlla fyrr en 50 Cent blandaði sér í málið.„Ég vissi að það væri eftirspurn eftir þessum bardaga og að hann yrði stór. Ég rakst á 50 Cent í New York og hann sagði að Mayweather vildi berjast við Conor,“ sagði White.„Ég hugsaði að hann myndi kála Mayweather því ég hélt að hann væri að tala um MMA-bardaga. En þá sagði 50 Cent að þeir myndu mætast í boxbardaga.“Rapparinn er góður vinur Mayweathers og hringdi í hann eftir að hann rakst á White.„Þannig fór þetta af stað. Allir fóru að spyrja mig út í þetta, ég byrjaði að taka þetta alvarlega og gerði tilboð,“ sagði White.Mayweather tók hanskana af hillunni fyrir bardagann gegn Conor en hætti svo aftur eftir hann. Mayweather vann alla 50 bardaga sína á ferlinum.Conor hefur aðeins keppt einu sinni síðan Mayweather sigraði hann. Írinn tapaði fyrir Khabib Murmagomedov í október 2018.

Rapparinn 50 Cent.vísir/epa

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.