Fótbolti

Sport­pakkinn: Síðustu dagar erfiðastir en vallar­stjórinn segir að spilað verði á vellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristinn á vellinum í gær.
Kristinn á vellinum í gær. vísir/skjáskot

Síðustu dagar hafa verið erfiðastir fyrir vallarstarfsmenn á Laugardalsvelli sem vakta völlinn.

26. mars mæta Íslendingar, Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar.

Vallarstjórinn segir að spilað verði á vellinum en Arnar Björnsson hitti Kristinn Jóhannesson á vellinum í gær.

„Það hefur gengið nokkuð vel. Það er búið að vera ágætis desember og nóvember og áramótin voru góð,“ sagði vallarstjórinn.

„Síðustu fjórir til fimm dagar hafa verið erfiðastir af öllum hinum mánuðunum,“ en er Kristinn ekki orðinn stressaður?

„Nei, nei. Við fórum inn í veturinn vitandi það að það væri ekki sól og sumar á þessum tíma. Við bjuggumst við þessu. Samkvæmt öllu er þetta á áætlun.“

Miklar umbreytingar hafa verið í veðrinu í janúar. Frost, snjór, rigning en Kristinn segir að starfsmennirnir séu vel á verði.

„Við erum með rosalega góðan starfshóp. Við fundum vel, hittumst og ræðum saman hvort að það sé ég eða Bjarni Hannesson eða mitt starfsfólk.“

„Við erum daglega að vakta veðurspár og erum úti á vellinum daglega að losa polla, ýta snjó, moka snjó og koma í veg fyrir mestu skemmdirnar.“

„Síðan eru ákveðin veðurskilyrði sem við ráðum bara ekkert við þannig að nú er bara léttur snjór yfir honum og örlítill klaki hér og þar.“

Kristinn segir að það verði spilað á Laugardalsvelli í mars.

„Já. Við ætlum að spila hér og svo spilum við erlendis fimm dögum seinna,“ sagði brosandi Kristinn sem átti þá við úrslitaleikinn sem fer fram ytra.

Allt innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Vallarstjórinn bjartsýnn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×