Sport

Segir að Mayweather vilji berjast aftur við McGregor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conor McGregor reyndi sig við Floyd Mayweather í boxhringnum fyrir þremur árum.
Conor McGregor reyndi sig við Floyd Mayweather í boxhringnum fyrir þremur árum. getty/Stephen McCarthy

Dana White, forseti UFC, segir að Floyd Mayweather vilji berjast aftur við Conor McGregor. Að sögn Whites verður McGregor þó að hætta við að hætta til að bardaginn verði að veruleika.

Mayweather og McGregor mættust í boxbardaga í Las Vegas fyrir þremur árum. Mayweather sigraði McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu.

White hefur lengi viljað endurtaka leikinn frá 2017 og er nú kominn með Mayweather á sitt band.

„Við Mayweather tölum reglulega saman og erum áhugasamir. Og ég veit að hann vill berjast aftur við McGregor,“ sagði White. „En ég veit ekki hvort þú hefur heyrt að hann er hættur.“

McGregor tilkynnti í júní að hann væri hættur keppni. Í síðasta bardaga sínum í janúar vann Írinn Donald Cerrone.

Mayweather 300 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut fyrir bardagann gegn McGregor 2017. Sá írski fékk 100 milljónir Bandaríkjadala fyrir sinn fyrsta og eina boxbardaga á ferlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.