Sport

Sara byrjaði að hitta í­þrótta­sál­fræðing og fann gleðina á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir með bros á vör.
Sara Sigmundsdóttir með bros á vör. Mynd/Twitter/@CrossFitGames

Sara Sigmundsdóttir, ein af CrossFi stjörnum Íslands, segir að eftir að hún byrjaði að vinna með íþróttasálfræðingi árið 2016 hafi hún fundið gleðina á nýjan leik.

Sara var í viðtali við Ed Haynes í hlaðvarpsþættinum Live Perform Compete og þar sagði hún m.a. frá því þegar hún fann gleðina á nýjan leik árið 2016.

„Árið 2016 byrjaði ég að vinna með íþróttasálfræðingi og það er þegar ég sný aftur.. og hitti þig í Dúbaí,“ sagði Sara í hlaðvarpinu við Ed.

Sara vann til bronsverðlauna árin 2015 og 2016 en hún segir að vinnan með íþróttasálfræðingnum hafi fengið hana til þess að breyta sýn sinni á vinnunni sinni.

„Þá hafði ég unnið með henni í tvo mánuði og ég byrjaði að njóta aftur. Þetta var skemmtilegt. Þú getur sagt að vinnan mín sé að æfa og það er besta starf í heimi.“

„Á þeim tíma var það vinnan mín að fara á æfingar og ég hugsaði „ég verð að fara á æfingu“, „ég þarf að gera þetta“, „ég þarf að gera þetta til þess að verða betri“ og „ég vil ekki valda vonbrigðum á næsta ári“.“

Sara segir að einn hennar helsti galli sé að loka sig inni ef illa gengur og hún eigi þá erfitt með að hlusta á aðra.

„Ef þetta er ekki að ganga eins vel og ég vildi, þá vil ég bara vera ég sjálf og sinna vinnunni. Ég vil að allir láti mig í friði og gera þetta sjálf, sem er mikill galli og ég er að reyna breyta því,“ sagði Sara með bros á vör.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×