Sport

Dag­skráin í dag: Golf fyrir­ferða­mikið, sænski kvenna­boltinn og loka­leikirnir á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu.
Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu. vísir/vilhelm

Sjö beinar útsendingar verða á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Fjórar þeirra frá golfi og þrjár úr heimi knattspyrnunnar.

Dagurinn hefst klukkan 11.00 er Hero Open á Evróputúrnum heldur áfram en um klukkustund síðar verður flautað til leik í sænska kvennaboltanum; Rosengård gegn Piteå.

Glódís Perla Viggósdóttir leikur með Rosengård sem er í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Gautaborgar.

Það er svo tvíhöfði í ítalska boltanum. SPAL mætir Fiorentina og Lecce fær Parma í heimsókn en leikirnir eru liðir í síðustu umferð ítalska boltans þetta tímabilið.

FedEx St. Jude Invitational, Drive on meistaramótið sem og Barracuda meistaramótið má finna einnig á sportrásunum í dag en úrslitin ráðast í þessum mótum í kvöld og nótt.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og aðrar útsendingar má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×