Sport

Dag­skráin í dag: Golf fyrir­ferða­mikið, sænski kvenna­boltinn og loka­leikirnir á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu.
Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu. vísir/vilhelm

Sjö beinar útsendingar verða á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Fjórar þeirra frá golfi og þrjár úr heimi knattspyrnunnar.

Dagurinn hefst klukkan 11.00 er Hero Open á Evróputúrnum heldur áfram en um klukkustund síðar verður flautað til leik í sænska kvennaboltanum; Rosengård gegn Piteå.

Glódís Perla Viggósdóttir leikur með Rosengård sem er í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Gautaborgar.

Það er svo tvíhöfði í ítalska boltanum. SPAL mætir Fiorentina og Lecce fær Parma í heimsókn en leikirnir eru liðir í síðustu umferð ítalska boltans þetta tímabilið.

FedEx St. Jude Invitational, Drive on meistaramótið sem og Barracuda meistaramótið má finna einnig á sportrásunum í dag en úrslitin ráðast í þessum mótum í kvöld og nótt.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og aðrar útsendingar má sjá með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.