Sport

Laurent bar sigur úr býtum á fyrsta móti nýrrar mótaraðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Laurent Jegu (t.v.) og Eliot Robertet (t.h.) mættust í úrslitum.
Laurent Jegu (t.v.) og Eliot Robertet (t.h.) mættust í úrslitum. Vísir/Tennissamband Íslands

Laurent Jegu, úr Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur, bar sigur úr býtum á fyrsta tennismóti nýrrar mótaraðar sem ber heitið TSÍ-mótaröðin.

Raunar heitir ber mótaröðin heitið TSÍ - ITF, ITN en til styttingar höldum við okkur við TSÍ-mótaröðin. TSÍ er tennissamband Íslands á meðan ITF er Alþjóða tennissambandið. Þá er ITN skammstöfun fyrir alþjóðlegt tennis númer eða „international tennis number.“

Eru keppendur skráðir á mótið samkvæmt því alþjóðlega tennis númeri sem þeir hafa. Alls verða tíu mót í mótaröðinni, þar af fimm nú í sumar. 

Markmið með ITN styrkleikaflokknum er að allir keppendur mæti mótherja í svipuðum styrkleikaflokki og mótið verður þar með erfiðara með hverri umferð. 

Í úrslitaleiknum mættust  Laurent Jegu við Eliot B. Robertet, úr Tennisfélagi Kópavogs. Vann Laurent nokkuð öruggan sigur í tveimur settum, 6-0 og 7-5. 

Fyrsta settið var frekar einhliða, svo byrjaði Eliot talsvert betur í seinni settinu og leiddi um tíma 4-1. Laurent náði að vinna sig inn í leikinn og vann á endanum 7-5 og þar með leikinn 2-0 í settum. Í þriðja sæti var Oscar Mauricio Uscategui úr Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur.

Til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda hefur næstu mót á mótaröðinni vera frestað til mánudaginn, 17.ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.