Miklar líkur taldar á hertari aðgerðum í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:11 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að samkomuhöft verði þrengd. Það sé öllum fyrir bestu. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49
Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53