Hilmar og Hafdís unnu bestu afrekin - Þrír titlar hjá Kolbeini Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 16:15 Hilmar Örn Jónsson og Hafdís Sigurðardóttir áttu bestu afrekin í dag. mynd/frí Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum. Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum.
Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn