Guðbjörg Jóna með besta afrekið en FH-ingar með flesta titla Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:30 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir unnu til gullverðlauna í dag. Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins. vísir/baldur Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér. Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ Sjá meira