Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 13:22 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. Læknar í Langbarðalandi á Ítalíu sögðu frá ýmsum alvarlegum fylgikvillum sem komið hafa fram undanfarið hjá sjúklingum sem urðu ekki alvarlega veikir af kórónuveirunni á dögunum. Meðal eftirkastanna sem læknarnir í Langbarðalandi segja að komið hafi upp þar eru heilablóðfall, geðrof, svefnleysi, nýrnasjúkdómar, sýking i mænu, síþreyta og hreyfiörðuleikar. Eftirköstin geti verið svona alvarleg hjá ungu fólki og þeim sem ekki sýndu alvarleg einkenni þegar það sýktist af veirunni. Langbarðaland á Ítalíu er eitt svæðanna þar sem ástandið var sem alvarlegast á tímabili en læknar þar hafa fylgst sérstaklega með hópum fólks sem veiktist ekki alvarlega þegar það sýktist af veirunni. Upp hafi komið alvarleg veikindi síðar sem rekja megi til kórónuveirunnar. Vel þekkt að sýkingum fylgi eftirköst Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans, segir að íslenskir sjúklingar hafi ekki fundið fyrir svo alvarlegum eftirköstum að hans vitund. Hann hafi þó hitt sjúklinga með „post-Covid“ heilkenni, það er síþreytu, slappleika og höfuðverk og einn með langvarandi hita. „Það er erfitt að segja hvað veldur þessum síðbúnu fylgikvillum. Það er að koma núna í ljós að þessi sýking, Covid-19, getur haft fjölda fylgikvilla, bæði snemmkomna og síðkomna. Það er ljóst að veiran sjálf getur valdið skaða víðsvegar í líkamanum og svo getur viðbragð okkar við þessari veiru, það er að segja ræsing ofnæmiskerfisins, haft líka fjölbreytilegar afleiðingar,“ segir Ragnar. Þessi vitneskja sé þó ekki ný af nálinni en það hafi lengi verið vitað að hinar ýmsum sýkingar geti valdið ýmsum fylgikvillum. „Það er mjög vel þekkt í læknisfræði. Það hefur bara aldrei náðst að kortleggja það með jafn víðtækum hætti og við getum gert núna. Til dæmis það að fá blóðtappa eftir sýkingu, það eru engar nýjar fréttir, það hefur verið þekkt í marga áratugi,“ segir Ragnar. „Það að sjá þetta í svona ríkum mæli núna eftir sýkingu sem hefur sýkt svo marga og kannski það að sjá það svona svart á hvítu, það er það sem kemur á óvart. Að tíðnin sé hærri en við töldum eða eitthvað viðlíka.“ Áminning um að sóttvarnir séu mikilvægar Hann segir vísindasamfélagið nú einblína á það að fylgjast með fylgikvillum veirunnar, bæði sem komu strax upp og síðbúna. „Við eigum eftir að vera í marga áratugi að rannsaka það.“ Hefur þú séð það áður að fólk fari í geðrof vegna sýkingar? „Ég hef persónulega séð það einu sinni áður, þegar ég var í sérnámi í Svíþjóð, að lungnabólgubaktería orsakaði geðrof í sjúklingi og hann læknaðist algerlega eftir að hann fékk sýklalyf. En það er eina skiptið og ég hef ekki séð ríkari heimildir þess efnis,“ segir Ragnar. Hann segir margt hægt að læra af því sem komið hefur í ljós vegna kórónuveirunnar. „Það má segja að við lifum á viðsjárverðum og ógnvekjandi tímum en á sama tíma er þetta alveg ótrúlegt tækifæri til að læra alveg ótrúlega mikið um samskipti okkar ónæmiskerfi við ákveðinn sýkil eða ákveðna veiru,“ segir Ragnar. „Það má segja að frá því að við áttuðum okkur á að þetta var alvarlegur sjúkdómur höfum við sagt að fólk þurfi að fara varlega. Þetta er ein önnur ástæðan til að skerpa á því. Það er ekki að ástæðulausu að sagt er að við eigum að passa okkur, passa hreinlæti, vernda viðkvæma hópa, en líka að passa okkur sjálf.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24 Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30 Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. Læknar í Langbarðalandi á Ítalíu sögðu frá ýmsum alvarlegum fylgikvillum sem komið hafa fram undanfarið hjá sjúklingum sem urðu ekki alvarlega veikir af kórónuveirunni á dögunum. Meðal eftirkastanna sem læknarnir í Langbarðalandi segja að komið hafi upp þar eru heilablóðfall, geðrof, svefnleysi, nýrnasjúkdómar, sýking i mænu, síþreyta og hreyfiörðuleikar. Eftirköstin geti verið svona alvarleg hjá ungu fólki og þeim sem ekki sýndu alvarleg einkenni þegar það sýktist af veirunni. Langbarðaland á Ítalíu er eitt svæðanna þar sem ástandið var sem alvarlegast á tímabili en læknar þar hafa fylgst sérstaklega með hópum fólks sem veiktist ekki alvarlega þegar það sýktist af veirunni. Upp hafi komið alvarleg veikindi síðar sem rekja megi til kórónuveirunnar. Vel þekkt að sýkingum fylgi eftirköst Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans, segir að íslenskir sjúklingar hafi ekki fundið fyrir svo alvarlegum eftirköstum að hans vitund. Hann hafi þó hitt sjúklinga með „post-Covid“ heilkenni, það er síþreytu, slappleika og höfuðverk og einn með langvarandi hita. „Það er erfitt að segja hvað veldur þessum síðbúnu fylgikvillum. Það er að koma núna í ljós að þessi sýking, Covid-19, getur haft fjölda fylgikvilla, bæði snemmkomna og síðkomna. Það er ljóst að veiran sjálf getur valdið skaða víðsvegar í líkamanum og svo getur viðbragð okkar við þessari veiru, það er að segja ræsing ofnæmiskerfisins, haft líka fjölbreytilegar afleiðingar,“ segir Ragnar. Þessi vitneskja sé þó ekki ný af nálinni en það hafi lengi verið vitað að hinar ýmsum sýkingar geti valdið ýmsum fylgikvillum. „Það er mjög vel þekkt í læknisfræði. Það hefur bara aldrei náðst að kortleggja það með jafn víðtækum hætti og við getum gert núna. Til dæmis það að fá blóðtappa eftir sýkingu, það eru engar nýjar fréttir, það hefur verið þekkt í marga áratugi,“ segir Ragnar. „Það að sjá þetta í svona ríkum mæli núna eftir sýkingu sem hefur sýkt svo marga og kannski það að sjá það svona svart á hvítu, það er það sem kemur á óvart. Að tíðnin sé hærri en við töldum eða eitthvað viðlíka.“ Áminning um að sóttvarnir séu mikilvægar Hann segir vísindasamfélagið nú einblína á það að fylgjast með fylgikvillum veirunnar, bæði sem komu strax upp og síðbúna. „Við eigum eftir að vera í marga áratugi að rannsaka það.“ Hefur þú séð það áður að fólk fari í geðrof vegna sýkingar? „Ég hef persónulega séð það einu sinni áður, þegar ég var í sérnámi í Svíþjóð, að lungnabólgubaktería orsakaði geðrof í sjúklingi og hann læknaðist algerlega eftir að hann fékk sýklalyf. En það er eina skiptið og ég hef ekki séð ríkari heimildir þess efnis,“ segir Ragnar. Hann segir margt hægt að læra af því sem komið hefur í ljós vegna kórónuveirunnar. „Það má segja að við lifum á viðsjárverðum og ógnvekjandi tímum en á sama tíma er þetta alveg ótrúlegt tækifæri til að læra alveg ótrúlega mikið um samskipti okkar ónæmiskerfi við ákveðinn sýkil eða ákveðna veiru,“ segir Ragnar. „Það má segja að frá því að við áttuðum okkur á að þetta var alvarlegur sjúkdómur höfum við sagt að fólk þurfi að fara varlega. Þetta er ein önnur ástæðan til að skerpa á því. Það er ekki að ástæðulausu að sagt er að við eigum að passa okkur, passa hreinlæti, vernda viðkvæma hópa, en líka að passa okkur sjálf.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24 Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30 Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24
Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30
Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52