Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2020 10:30 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun