Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2020 10:30 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun