Máni um frammistöðu KR gegn Blikum: Þetta var heimaskítsmát Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 12:00 KR - Breiðablik, Pepsi max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR fóru á kostum í toppslagnum á móti Breiðabliki og þeir fengu líka mikið hrós í Pepsi Max Stúkunni. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar, fór þá yfir leiki sjöttu umferðar Pepsi Max deildar karla með þeim Þorkatli Mána Péturssyni og Sigurvin Ólafssyni. KR-liðið heillaði þá í sigrinum á Blikum. „Eins og við sögðu hérna í upphafi, meistaraframmistaða,“ hóf Guðmundur Benediktsson umræðuna um KR-liðið sem vann topplið Breiðabliks 3-1. „Uppstilling KR-liðsins kom á óvart því Óskar Örn (Hauksson) var settur á bekkinn. Fyrstu 30 til 40 mínúturnar þá var bara eitt lið á vellinum og það hefði ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið orðið þrjú til fjögur núll,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Menn eru oft að nota einhverjar skáksamlíkingar á þetta og þetta var eiginlega heimaskítsmát. Það eru bara fjórir leikir og ballið er búið. Þetta var svoleiðis því þetta var ótrúlega vel uppsettur leikur hjá þjálfarateymi KR,“ sagði Máni en það fór mesti tími þeirra í að gagnrýna lið Breiðabliks í leiknum. „Blikarnir eru eitt mest spennandi liðið og af hverju spiluðu þeir ekki eins og þeir hafa verið að gera, spurði Sigurvin Ólafsson. „Áttu Blikar ekki að fara inn í leikinn eins og liðið sem KR-ingar þyrftu að leikgreina og spá í? Í stað þess voru Blikarnir að eyða tímanum sínum í það að spá og spekúlera í því hvernig KR-ingarnir spiluðu,“ sagði Máni. „Ég var rosalega spenntur fyrir þessum leik þegar hann byrjaði og var fyrir mér mest spennandi leikur umferðarinnar. Ég verð að segja það að Blikarnir ollu mér alveg gríðarlegum vonbrigðum,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég velti því fyrir mér af þetta Blikalið hefur ekki unnið neinn skapaðan hlut. Þeir hafa alltaf verið nálægt því og þetta er alltaf alveg að fara að koma en það kemur ekki neitt. Maður spyr sig hvort að karakterinn í þessum strákum sé nógu sterkur því þeir koðna bara,“ sagði Máni. „Gæinn sem mér fannst sýna smá dólg og að hann væri tilbúinn í þetta var Brynjólfur Andersen Willumsson. Mér fannst hann vera tilbúinn í þetta en mér fannst hinir vera það ekki. Miðjan hjá Blikum, sem er mikið talað um og þetta er mjög góð miðja, hún átti ekki breik,“ sagði Máni en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Þetta var heimaskítsmát Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Íslandsmeistarar KR fóru á kostum í toppslagnum á móti Breiðabliki og þeir fengu líka mikið hrós í Pepsi Max Stúkunni. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar, fór þá yfir leiki sjöttu umferðar Pepsi Max deildar karla með þeim Þorkatli Mána Péturssyni og Sigurvin Ólafssyni. KR-liðið heillaði þá í sigrinum á Blikum. „Eins og við sögðu hérna í upphafi, meistaraframmistaða,“ hóf Guðmundur Benediktsson umræðuna um KR-liðið sem vann topplið Breiðabliks 3-1. „Uppstilling KR-liðsins kom á óvart því Óskar Örn (Hauksson) var settur á bekkinn. Fyrstu 30 til 40 mínúturnar þá var bara eitt lið á vellinum og það hefði ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið orðið þrjú til fjögur núll,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Menn eru oft að nota einhverjar skáksamlíkingar á þetta og þetta var eiginlega heimaskítsmát. Það eru bara fjórir leikir og ballið er búið. Þetta var svoleiðis því þetta var ótrúlega vel uppsettur leikur hjá þjálfarateymi KR,“ sagði Máni en það fór mesti tími þeirra í að gagnrýna lið Breiðabliks í leiknum. „Blikarnir eru eitt mest spennandi liðið og af hverju spiluðu þeir ekki eins og þeir hafa verið að gera, spurði Sigurvin Ólafsson. „Áttu Blikar ekki að fara inn í leikinn eins og liðið sem KR-ingar þyrftu að leikgreina og spá í? Í stað þess voru Blikarnir að eyða tímanum sínum í það að spá og spekúlera í því hvernig KR-ingarnir spiluðu,“ sagði Máni. „Ég var rosalega spenntur fyrir þessum leik þegar hann byrjaði og var fyrir mér mest spennandi leikur umferðarinnar. Ég verð að segja það að Blikarnir ollu mér alveg gríðarlegum vonbrigðum,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég velti því fyrir mér af þetta Blikalið hefur ekki unnið neinn skapaðan hlut. Þeir hafa alltaf verið nálægt því og þetta er alltaf alveg að fara að koma en það kemur ekki neitt. Maður spyr sig hvort að karakterinn í þessum strákum sé nógu sterkur því þeir koðna bara,“ sagði Máni. „Gæinn sem mér fannst sýna smá dólg og að hann væri tilbúinn í þetta var Brynjólfur Andersen Willumsson. Mér fannst hann vera tilbúinn í þetta en mér fannst hinir vera það ekki. Miðjan hjá Blikum, sem er mikið talað um og þetta er mjög góð miðja, hún átti ekki breik,“ sagði Máni en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Þetta var heimaskítsmát
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira