Sport

Víkingur með flesta sigra á Íslandsmótinu í liðakeppni

Ísak Hallmundarson skrifar
Ömer Daglar Tanrikulu og Raj K. Bonifacius með bikarinn fyrir hönd Víkings í meistaraflokki karla.
Ömer Daglar Tanrikulu og Raj K. Bonifacius með bikarinn fyrir hönd Víkings í meistaraflokki karla. mynd/tennisklúbbur víkings

Íslandsmót í liðakeppni á vegum Tennissambandsins kláraðist í gær eftir tvær vikur af stöðugri tenniskeppni, á fjórum tennisvöllum Víkings í Fossvoginum. 

Tæplega 90 keppendur í 33 liðum tóku þátt í tólf mismunandi keppnisflokkum þar sem yngsti keppandinn var sjö ára í Mini Tennis flokki, og sá elsti 67 ára í 50+ flokki. Samtals voru sex tennisdeildir og félög frá Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík meðal þátttakenda að þessu sinni og yfir hundrað leikir spilaðir.

Tennisklúbbur Víkings náði flestum titlum í ár með samtals sjö, Tennisfélag Kópavogs vann þrjá og Tennisdeild Fjölnis tvo.

Tennisklúbbur Víkings sigraði í meistaraflokki karla og Tennisfélag Kópavogs í meistaraflokki kvenna.

Anna Soffia Grönholm og Sofia Sóley Jónasdóttir með bikarinn í meistaraflokki kvenna.mynd/tennisklúbbur víkings

  Hér má finna úrslit mótsins og nánari upplýsingar um hverja viðureign. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.