Lífið

Carl Reiner er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Carl Reiner varð 98 ára gamall.
Carl Reiner varð 98 ára gamall. Getty

Bandaríski leikarinn og skemmtikrafurinn Carl Reiner er látinn, 98 ára að aldri. Reiner er einna þekktastur fyrir að vera skapari, framleiðandi, handritshöfundur og leikari í þáttunum The Dick van Dyke Show.

Reiner vann einnig náið með Mel Brooks og kom fram í myndum á borð við It's a Mad, Mad, Mad, Mad, World frá 1963, The Russians Are Coming, the Russians Are Coming frá 1966 og Ocean’s-myndunum frá árunum 2001 til 2007.

Reiner leikstýrði myndinni The Jerk með Steve Martin í aðalhlutverki frá árinu 1979 og þá kom hann fram í fjölda annarra sjónvarpsþátta, þar á meðal Two and a Half Men.

Carl Reiner var faðir leikarans og leikstjórans Rob Reiner, rithöfundarins Annie Reiner og listamannsins Lucas Reiner. Eiginkona hans, Estelle, lést árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×