Sport

Ein sú vinsælasta snýr aftur í CrossFit: „Ég vil vera hluti af þessu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carroll er mætt aftur.
Carroll er mætt aftur. Crossfit Games/Youtube.

Þann sjöunda júní tilkynnti Nicole Carroll, ein af þeim sem hefur verið lengst í starfi hjá CrossFit samtökunum, að hún væri hætt hjá samtökunum en nú hefur henni snúist hugur.

Carroll hefur verið ein af þeim sem hefur byggt upp CrossFit undanfarin ár og nú eru samtökin með yfir þrettán þúsund æfingastaði í yfir 150 löndum.

Eftir allt fjaðrafokið sem skapaðist í kringum CrossFit og Gregg Glassmann þá ákvað Carroll að stíga niður fæti en stofnaður var undirskriftarlisti til þess að fá Carroll aftur til starfa eftir að hún sagði upp.

„Fyrir þremur vikum síðan tilkynnti ég að ég hafði sagt upp starfi mínu hjá CrossFit. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari að tilkynna það að ég sný aftur,“ sagði Nicole.

„Að labba frá þessu sem ég hef hjálpað að byggja svo lengi upp var ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið; bæði persónulega og atvinnulega.“

„Ég er orkufull eftir samtalið sem ég átti við Eric Roza á síðustu vikum. Ég er full af bjartsýni og það er von fyrir samfélagið. Ég vil vera hluti af þessu,“ sagði Nicole.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.