Sport

Katrín um endur­komu Nico­le í Cross­Fit: Suma daga þá líkar mér við netið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja vill sjá Nicole aftur innan CrossFit-samtakanna.
Katrín Tanja vill sjá Nicole aftur innan CrossFit-samtakanna. vísir/getty

Netverjar hafa stofnað söfnun til þess að hvetja Nicole Carroll, fyrrum starfsmann CrossFit, að hætta við að hætta en hún hætti störfum á dögunum.

Nicole hafði verið yfirmaður æfinga (e. director of training) en hún sagði upp störfum í tölvupósti til starfsmanna sinna á sunnudagskvöldið eftir framkomu eigandas, Greg Glassmann.

Ástæða þess að Nicole ákvað að stíga niður fæti var hegðun Greg Glassmann en Nicole sagði í tilkynningu sinni að hún gæti ekki samþykkt að einn maður gengi svona fram, í forsvari fyrir 14000 íþróttafólk í yfir 150 löndum.

Glassmann ákvað hins vegar að selja CrossFit samtökin fyrr í vikunni eftir allt fjaðrafokið og nú er Eric Roza tekinn við. Því vill CrossFit-fólk fá Nicole aftur til starfa eftir eigendaskiptin.

„Okkkkay suma daga þá líkar mér mjög við netið,“ sagði Katrín Tanja er hún endurbirti mynd af söfnuninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.