Innlent

Svona var upp­lýsinga­fundurinn vegna landa­mæra­skimunar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá blaðamannafundi forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.
Frá blaðamannafundi forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Einar

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Efni fundarins er skimun ferðamanna á landamærunum. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að auk forsætisráðherra verði þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til svara. Þá verða Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum á fundinum.

Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan fyrir þá sem ekki hafa tök á því að hlusta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×