Sport

Sterkasta fólk Íslands krýnt á þjóðhátíðardaginn

Sindri Sverrisson skrifar
Það fara alvöru lóð á loft þegar sterkasta fólk landsins reynir með sér.
Það fara alvöru lóð á loft þegar sterkasta fólk landsins reynir með sér. mynd/stöð 2

Sterkasta fólk Íslands reyndi með sér í veðurblíðu í Mosfellsbæ á þjóðhátíðardaginn. Keppt var um titlana „stálkonan“ og „sterkasti maður Íslands“ í tveimur þyngdarflokkum hjá hvoru kyni.

Þröstur Ólason sýndi frábær tilþrif þegar hann sigraði í - 105 kg flokki. Hann sigraði í öllum fimm greinum keppninar og virtist engu hafa gleymt þrátt fyrir að hafa ekki keppt í aflraunum síðustu ár.

Í -90 kg flokki var keppni mun harðari en Daníel Róbertsson, landsliðsmaður í ólympískum lyftingum, fagnaði sigri. Rúnar Geirmundsson varð í 2. sæti og Guðmundur Hafþór Helgason þriðji.

Veiga Dís Hansdóttir vann í -75 kg flokki kvenna eftir harða baráttu við Sonju Björk Ingólfsdóttur en aðeins einu stigi munaði á þeim. Það sama var uppi á teningnum þegar Ellen Lind Ísaksdóttir sigraði Ragheiði Ósk Jónasdóttir með einu stigi í +75 kg flokki. Þriðja var Hulda Rós Snorradóttir.

Klippa: Sportpakkinn - Aflraunakeppni í Mosfellsbæ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×