Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag, nú þegar Íslandsmótið í fótbolta er hafið og spænski boltinn farinn að rúlla.
Tveir leikir fara fram í Pepsi Max-deild karla, fyrst fá Víkingar nýliða Fjölnis í heimsókn og verður spennandi að sjá hvernig lærlingar Arnars Gunnlaugssonar mæta til leiks, en þeim hefur verið spáð ágætis gengi í sumar. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 frá kl. 17:50.
Klukkan 19:00 hefst svo bein útsending frá leik Stjörnunnar og Fylkis á aðalrás Stöð 2 Sport. Þetta verður fyrsti leikurinn sem Ólafur Jóhannesson stýrir Stjörnunni, en hann mun stýra liðinu ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni.
Tveir leikir í spænsku úrvalsdeildinni verða sýndir á Stöð 2 Sport 2. Kl. 17:15 mætast Levante og Sevilla og síðan kl. 19:45 tekur Real Betis á móti spútnikliði Granada.
Klukkan 21:15 hefst svo Pepsi-stúkan þar sem Gummi Ben gerir upp alla 1. umferðina í Pepsi Max-deild karla ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 Sports.
Allar beinar útsendingar dagsins má finna með því að smella hér.