„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 21:58 Guðni Th. og Guðmundur Franklín tókust á í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld Vísir/Sigurjón „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Forsetakosningar 2020 Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
„Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Forsetakosningar 2020 Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira