Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 08:00 Mótmælendur og lögregluþjónar í Los Angeles. AP/Ringo H.W. Chiu Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum sem sýna lögregluþjón setja hné sitt á háls Floyd á meðan hann kvartaði yfir því að geta ekki andað. Lögregluþjónninn hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann og þrír aðrir hafa verið reknir. Það virðist þó ekki hafa dregið úr reiði mótmælenda og kom víða til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna í nótt. Stór mótmæli hafa átt sér stað í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þau snúa ekki eingöngu að dauða Floyd heldur einnig því hve oft svartir menn eru skotnir til bana af lögregluþjónum í Bandaríkjunum eða deyja af öðrum völdum í haldi lögreglu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað til víða um Bandaríkin þar sem mótmæli hafa breyst í óeirðir. Þá hefur þjóðvarðlið verið sett í viðbragðsstöðu í Washington DC þar sem einhverjir mótmælendur hafa reynt að komast í gegnum tálma lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna. Íbúar Minneapolis reyna að slökkva eld í bíl.AP/Richard Tsong-Taatarii Í Atlanta í Georgíu kom til óeirða við höfuðstöðvar CNN í borginni, þar sem lögreglustöð er einnig í húsinu. Lögreglan þar segir minnst þrjá lögregluþjóna vera særða eftir að mótmælendur brutu rúður og köstuðu múrsteinum, flöskum og jafnvel hnífum. Í New York kom til átaka þar sem þúsundir manna mótmæltu á götum borgarinnar. Einhverjir köstuðu flöskum og rusli að lögregluþjónum sem svöruðu með piparúða. New York Times segir skemmdir hafa verið unnar á lögreglubílum og kveikt hafi verið í minnst einum þeirra. Þrátt fyrir útgöngubann í Minneapolis, þar sem Floyd dó, hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Reuters segir um 500 mótmælendur hafa hunsað útgöngubannið og mótmælt við brunarústir lögreglustöðvar sem kveikt var í á dögunum. Lögregluþjónar skutu táragasi og plastkúlum að mótmælendum til að dreifa þeim. Mótmælendur komu einnig saman við aðra lögreglustöð í borginni þar til þeim var einnig dreift með táragasi og plastkúlum. Kveikt var í nærliggjandi banka og pósthúsi. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hvatti fólk til að fara heim í morgun, bæði á Twitter og á blaðamannafundi. Hann sagði ástandið vera orðið hættulegt og ekki væri hægt að búa við það lengur. You need to go home. Minnesota Gov. Tim Walz delivers a late night address to his state as protests over the death of George Floyd continue in Minneapolis and around the country.Follow live updates: https://t.co/SYSCXPMlDC pic.twitter.com/2WwCYF4qLZ— CNN (@CNN) May 30, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum sem sýna lögregluþjón setja hné sitt á háls Floyd á meðan hann kvartaði yfir því að geta ekki andað. Lögregluþjónninn hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann og þrír aðrir hafa verið reknir. Það virðist þó ekki hafa dregið úr reiði mótmælenda og kom víða til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna í nótt. Stór mótmæli hafa átt sér stað í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þau snúa ekki eingöngu að dauða Floyd heldur einnig því hve oft svartir menn eru skotnir til bana af lögregluþjónum í Bandaríkjunum eða deyja af öðrum völdum í haldi lögreglu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað til víða um Bandaríkin þar sem mótmæli hafa breyst í óeirðir. Þá hefur þjóðvarðlið verið sett í viðbragðsstöðu í Washington DC þar sem einhverjir mótmælendur hafa reynt að komast í gegnum tálma lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna. Íbúar Minneapolis reyna að slökkva eld í bíl.AP/Richard Tsong-Taatarii Í Atlanta í Georgíu kom til óeirða við höfuðstöðvar CNN í borginni, þar sem lögreglustöð er einnig í húsinu. Lögreglan þar segir minnst þrjá lögregluþjóna vera særða eftir að mótmælendur brutu rúður og köstuðu múrsteinum, flöskum og jafnvel hnífum. Í New York kom til átaka þar sem þúsundir manna mótmæltu á götum borgarinnar. Einhverjir köstuðu flöskum og rusli að lögregluþjónum sem svöruðu með piparúða. New York Times segir skemmdir hafa verið unnar á lögreglubílum og kveikt hafi verið í minnst einum þeirra. Þrátt fyrir útgöngubann í Minneapolis, þar sem Floyd dó, hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Reuters segir um 500 mótmælendur hafa hunsað útgöngubannið og mótmælt við brunarústir lögreglustöðvar sem kveikt var í á dögunum. Lögregluþjónar skutu táragasi og plastkúlum að mótmælendum til að dreifa þeim. Mótmælendur komu einnig saman við aðra lögreglustöð í borginni þar til þeim var einnig dreift með táragasi og plastkúlum. Kveikt var í nærliggjandi banka og pósthúsi. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hvatti fólk til að fara heim í morgun, bæði á Twitter og á blaðamannafundi. Hann sagði ástandið vera orðið hættulegt og ekki væri hægt að búa við það lengur. You need to go home. Minnesota Gov. Tim Walz delivers a late night address to his state as protests over the death of George Floyd continue in Minneapolis and around the country.Follow live updates: https://t.co/SYSCXPMlDC pic.twitter.com/2WwCYF4qLZ— CNN (@CNN) May 30, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira