Sport

Dagskráin í dag: Stórmeistaramótið í CS, Gaupi hittir Bogdan, og gamlar rimmur Liverpool og Man. Utd

Sindri Sverrisson skrifar
vodafone deild

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Beinar útsendingar dagsins verða á Stöð 2 eSport, þar sem keppni heldur áfram á Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar í Counter-Strike, og á Stöð 2 Sport 2 þar sem fremstu pílukastarar heims keppa á PDC Home Tour.

Á Stöð 2 Sport í dag er meðal annars hægt að sjá þátt um það þegar Gaupi, Guðjón Guðmundsson, hitti vin sinn og einn mesta áhrifavald í íslenskum handbolta, Bogdan Kowalczyk. Hægt er að rifja upp bikarleik Manchester United og Liverpool frá árinu 1999, sem og þegar liðin mættust í bikarnum árið 2006, auk Hestalífsþáttar um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ýmislegt fleira.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 verða sýndir þættir um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina, sem og viðtalsþættir með nokkrum af stjörnum spænsku 1. deildarinnar. Þar verða einnig perlur úr sögu efstu deildar karla í fótbolta áður en að pílukastmóti kvöldsins kemur.

Stöð 2 Sport 3

Fleiri af bestu leikjum í sögu efstu deildar karla í fótbolta verða á Stöð 2 Sport 3 auk þátta um barnamót í fótbolta og bikarúrslitaleikja.

Stöð 2 eSport

Bein útsending frá seinna kvöldinu í 8-liða úrslitum Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO hefst kl. 18 og stendur yfir langt fram eftir kvöldi. Fram að útsendingu verða sýndir leikir úr Vodafone-deildinni í vetur, í League of Legends.

Stöð 2 Golf

Á Stöð 2 Golf verða þættir um Einvígið á Nesinu árin 2006-2009, og forvitnilegir þættir um vísindin á bakvið golfíþróttina, ásamt fleiru.

Útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.