Öfugsnúin Sara hrundi í gólfið í miðri upptöku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir setti það inn á Instagram síðu sína þegar ein upptakan hennar mistókst svakalega. Hér eru mynd af henni af Instagram og skjámynd af því þegar hún dettur. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir felur ekki mikið fyrir aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum og er alveg tilbúin í að hlæja svolítið að sjálfri sér. Eitt af því mest heillandi við Söru er að hún tekur sig ekki of alvarlega í samskiptum sínum og á miðlum sínum. Það fá því oft að detta inn myndbönd sem annað íþróttafólk myndi líklega ekki sýna heiminum. Sara er með tæplega tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Sara þurfti að fullvissa aðdáendur sína um að það væri allt í lagi með hana um leið og hún setti inn nýjasta myndbandið á Instagram síðu sína. Sara hékk þar öfug á slá og ætlaði sér aðeins að auglýsa drykkinn sinn með því að drekka á hvolfi. Það vildi þó ekki betur en svo að hún hrundi í gólfið í miðri upptöku eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram I m ok ???????? ? ? ? #throwback? #imok #whyamilikethis #foundthisinmyphone #inspiredbypatvellner #tryingtodoafunnysponsorpost #donttrythisathome #fleetwoodmac @fatgripz #fatgripz #Oldiebutgoldie A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on May 27, 2020 at 6:21am PDT „Það er allt í lagi með mig,“ skrifaði Sara við færsluna sína. Það má líka sjá það að hún skellihlær að sjálfri sér eftir fallið sem var örugglega mikill léttir fyrir alla. Fyrir nokkrum dögum greindi Sara frá því að hún hafði fengið ljótan skurð á fótinn og að þurft hefði að sauma tólf spor í fótlegginn hennar. Aðdáendur hennar á Instagram voru samt fljótir að sjá húmorinn í þessu. „Ég heyrði gólfið segja æi en ekki þig. Harðgerð og hraust stelpa,“ skrifaði einn. Annar ráðlagði Söru hins vegar að hætta öllum fíflagangi: „Þessir fyndu leikir þínir geta búið til meiðsli. Heimsleikarnir eru að nálgast og ef þú ætlar þér að verða meistari geymdu þetta þá þar til að þeir eru búnir“. Sara hefur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum í haust þar sem hún stefnir á sinn fyrsta heimsmeistaratitil. CrossFit Tengdar fréttir Sara byrjar óvenjulegu titilvörnina sína vel og er efst á Dúbaí netmótinu Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir byrjaði vel á Dúbaí netmótinu en fyrsta vikan á mótinu er nú að baki. 26. maí 2020 08:30 „Flensuleikur“ Jordan hjálpaði Söru einu sinni að vinna CrossFit keppni Sara Sigmundsdóttir er aðdáandi „The Last Dance“ og hún á sjálf eina góða Michael Jordan sögu. 20. maí 2020 13:00 Sara endaði æfinguna á sjúkrahúsi og daginn með tólf spor Sara Sigmundsdóttir gerði grín að klaufaganginum í sér eftir að hafa endað eina æfinguna sína inn á sjúkrahúsi þar sauma þurfti í fótinn hennar. 20. maí 2020 09:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir felur ekki mikið fyrir aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum og er alveg tilbúin í að hlæja svolítið að sjálfri sér. Eitt af því mest heillandi við Söru er að hún tekur sig ekki of alvarlega í samskiptum sínum og á miðlum sínum. Það fá því oft að detta inn myndbönd sem annað íþróttafólk myndi líklega ekki sýna heiminum. Sara er með tæplega tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Sara þurfti að fullvissa aðdáendur sína um að það væri allt í lagi með hana um leið og hún setti inn nýjasta myndbandið á Instagram síðu sína. Sara hékk þar öfug á slá og ætlaði sér aðeins að auglýsa drykkinn sinn með því að drekka á hvolfi. Það vildi þó ekki betur en svo að hún hrundi í gólfið í miðri upptöku eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram I m ok ???????? ? ? ? #throwback? #imok #whyamilikethis #foundthisinmyphone #inspiredbypatvellner #tryingtodoafunnysponsorpost #donttrythisathome #fleetwoodmac @fatgripz #fatgripz #Oldiebutgoldie A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on May 27, 2020 at 6:21am PDT „Það er allt í lagi með mig,“ skrifaði Sara við færsluna sína. Það má líka sjá það að hún skellihlær að sjálfri sér eftir fallið sem var örugglega mikill léttir fyrir alla. Fyrir nokkrum dögum greindi Sara frá því að hún hafði fengið ljótan skurð á fótinn og að þurft hefði að sauma tólf spor í fótlegginn hennar. Aðdáendur hennar á Instagram voru samt fljótir að sjá húmorinn í þessu. „Ég heyrði gólfið segja æi en ekki þig. Harðgerð og hraust stelpa,“ skrifaði einn. Annar ráðlagði Söru hins vegar að hætta öllum fíflagangi: „Þessir fyndu leikir þínir geta búið til meiðsli. Heimsleikarnir eru að nálgast og ef þú ætlar þér að verða meistari geymdu þetta þá þar til að þeir eru búnir“. Sara hefur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum í haust þar sem hún stefnir á sinn fyrsta heimsmeistaratitil.
CrossFit Tengdar fréttir Sara byrjar óvenjulegu titilvörnina sína vel og er efst á Dúbaí netmótinu Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir byrjaði vel á Dúbaí netmótinu en fyrsta vikan á mótinu er nú að baki. 26. maí 2020 08:30 „Flensuleikur“ Jordan hjálpaði Söru einu sinni að vinna CrossFit keppni Sara Sigmundsdóttir er aðdáandi „The Last Dance“ og hún á sjálf eina góða Michael Jordan sögu. 20. maí 2020 13:00 Sara endaði æfinguna á sjúkrahúsi og daginn með tólf spor Sara Sigmundsdóttir gerði grín að klaufaganginum í sér eftir að hafa endað eina æfinguna sína inn á sjúkrahúsi þar sauma þurfti í fótinn hennar. 20. maí 2020 09:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sjá meira
Sara byrjar óvenjulegu titilvörnina sína vel og er efst á Dúbaí netmótinu Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir byrjaði vel á Dúbaí netmótinu en fyrsta vikan á mótinu er nú að baki. 26. maí 2020 08:30
„Flensuleikur“ Jordan hjálpaði Söru einu sinni að vinna CrossFit keppni Sara Sigmundsdóttir er aðdáandi „The Last Dance“ og hún á sjálf eina góða Michael Jordan sögu. 20. maí 2020 13:00
Sara endaði æfinguna á sjúkrahúsi og daginn með tólf spor Sara Sigmundsdóttir gerði grín að klaufaganginum í sér eftir að hafa endað eina æfinguna sína inn á sjúkrahúsi þar sauma þurfti í fótinn hennar. 20. maí 2020 09:00