Sport

Dagskráin í dag: Sportið í dag og Seinni bylgjan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sportið í dag

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport snýr Sportið í dag aftur eftir helgarfrí og er á dagskrá klukkan 15. Þar taka sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fyrir öll helstu íþróttafréttamál dagsins. Í kvöld er svo Seinni bylgjan með Henry Birgi Gunnarssyni á sínum stað klukkan 20.

Stöð 2 Sport 2

Íslenskur handbolti á sviðið algjörlega á Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem rifjaðir verða upp spennuþrungin úrslitaeinvígi frá liðnum árum. Skömmu fyrir miðnætti verður svo heimildarmynd um goðsögnina Alfreð Gíslason sýnd.

Stöð 2 Sport 3

Á Stöð 2 Sport 3 er það íslenski körfuboltinn sem er fyrirferðamikill og verða tvær heimildarmyndir Garðars Arnar Arnarsonar meðal annars á dagskrá. Ölli; mynd um líf og leik Örlygs Arons Sturlusonar sem var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta og Hólmurinn heillar; mynd um tvöfalda Íslandsmeistara kvennaliðs Snæfells í körfubolta.

Stöð 2 eSport

Vodafone-deildin er á sínum stað á eSport í dag en nú er komið að lokaáfanga áskorendamóts Vodafone-deildarinnar, þar sem í ljós kemur hvaða fjögur lið komast á Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar.

Stöð 2 Golf

Upprifjun verður sömuleiðis lykilorðið á Stöð 2 Golf í dag þar sem rifjuð verða upp gömul og góð PGA og LPGA mót.

Alla dagskrá dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.