Sport

Dagskráin í dag: Sportið í dag og Seinni bylgjan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sportið í dag

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport snýr Sportið í dag aftur eftir helgarfrí og er á dagskrá klukkan 15. Þar taka sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fyrir öll helstu íþróttafréttamál dagsins. Í kvöld er svo Seinni bylgjan með Henry Birgi Gunnarssyni á sínum stað klukkan 20.

Stöð 2 Sport 2

Íslenskur handbolti á sviðið algjörlega á Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem rifjaðir verða upp spennuþrungin úrslitaeinvígi frá liðnum árum. Skömmu fyrir miðnætti verður svo heimildarmynd um goðsögnina Alfreð Gíslason sýnd.

Stöð 2 Sport 3

Á Stöð 2 Sport 3 er það íslenski körfuboltinn sem er fyrirferðamikill og verða tvær heimildarmyndir Garðars Arnar Arnarsonar meðal annars á dagskrá. Ölli; mynd um líf og leik Örlygs Arons Sturlusonar sem var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta og Hólmurinn heillar; mynd um tvöfalda Íslandsmeistara kvennaliðs Snæfells í körfubolta.

Stöð 2 eSport

Vodafone-deildin er á sínum stað á eSport í dag en nú er komið að lokaáfanga áskorendamóts Vodafone-deildarinnar, þar sem í ljós kemur hvaða fjögur lið komast á Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar.

Stöð 2 Golf

Upprifjun verður sömuleiðis lykilorðið á Stöð 2 Golf í dag þar sem rifjuð verða upp gömul og góð PGA og LPGA mót.

Alla dagskrá dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×