Sport

NBA deildin kláruð í Disneylandi?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Endurheimtir Lakers NBA titilinn í Disneylandi?
Endurheimtir Lakers NBA titilinn í Disneylandi? vísir/getty

Töluverðar líkur eru á að NBA deildin muni leita til teiknimyndarisans Disney með það fyrir augum að nýta sér aðstöðuna í Disneylandi í Florida til að ljúka keppni í NBA deildinni í sumar.

Samkvæmt fréttum vestanhafs er um að ræða eina af þremur sviðsmyndum sem forráðamenn deildarinnar skoða nú gaumgæfilega en vonast er til að geta hafið keppni að nýju þann 15.júlí næstkomandi.

Ekki hefur verið leikið í deildinni síðan snemma í mars og er nokkrum umferðum af deildarkeppninni ólokið. Líklegt þykir að farið verði beint í úrslitakeppnina.

Fari svo að Disney sviðsmyndin reynist heillavænlegust með tilliti til kórónaveirufaraldursins myndu allir leikir deildarinnar fara fram á heimavelli Orlando Magic og leikmenn liðanna hefðu aðsetur í Disneylandi.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.