Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2020 19:33 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm
Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira