Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2020 11:46 Húsið við Ólafstún 14 sem fékk snjóflóðið á sig. Önundur Hafsteinn Pálsson Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59