Tevez sektaður um sex vikna laun - verður ekki seldur á útsöluverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2012 09:30 Tevez á varamannabekknum í leiknum umtalaða gegn Bayern München. Nordic Photos / Getty Images Carlos Tevez, framherji Manchester City, var sektaður um sex vikna laun í desember fyrir að fljúga til heimalands síns, Argentínu, án leyfis. Talsmaður félagsins staðfesti þetta við Reuters-fréttastofuna. Aganefnd félagsins sektaði Tevez þann 21. desember fyrir brot á samningi sínum við félagið. Tevez flaug án leyfis heim til Argentínu í nóvember og hefur ekki látið sjá sig á æfingu hjá Manchester liðinu síðan. Tevez áfrýjaði sektinni en áfrýjunarnefndin, sem samanstóð af stjórnarmönnum City, neitaði. Frestur Tevez til að áfrýja sektinni til ensku úrvalsdeildarinnar rennur út 30. janúar. Argentínumaðurinn, sem hefur ekki spilað mínútu fyrir Manchester City síðan í september þegar hann neitaði að hita upp í leik með City í Meistaradeild Evrópu, er með um 200 þúsund pund í vikulaun eða sem nemur um 39 milljónum íslenskra króna. Sektin hljóðar því upp á um 235 milljónir íslenskra króna.Verður ekki seldur á útsöluverði Tevez hefur verið orðaður við brotthvarf frá City og hafa AC Milan, Inter Milan og Paris St Germain verið nefndir sem líklegir áfangastaðir. Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, hefur staðfest að Tevez verði hvorki seldur ódýrt frá félaginu eða lánaður. Tevez verði látinn sitja út samning sinn við City ef til þess komi. „Carlos er skuldbundinn Manchester City næstu tvö og hálft tímabil. Fáum við ekki sanngjarnt tilboð verður Tevez hér út samningstímann," sagði Mubarak.Gagnrýnir forráðamenn AC Milan Mubarak staðfestir að viðræður hafi átt sér stað við forráðamenn Inter Milan og PSG. Hann er hins vegar harðorður í garð forráðamanna AC Milan. „Inter Milan og Paris St Germain hafa átt í góðum viðræðum við okkur og það er alltaf ánægjulegt að eiga í samskiptum við fólk sem nálgast hlutina af fagmennsku," sagði Mubarak sem segir ekki í myndinni að Tevez gangi til liðs við AC Milan. Hann segir að viðræður sem forráðamenn Milan áttu við Tevez og ráðgjafa hans án leyfis hafi orðið til þess að þeir nálguðust City á rangan hátt. „Vilji þeir (forráðamenn Milan) eiga möguleika á að klófesta Tevez í félagaskiptaglugganum ættu þeir að hætta að hrósa hverjum öðrum og finna út úr hvernig þeir mæta kröfum okkar," sagði Mubarak.City gengur vel án Tevez Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ekki er að sjá að félagið sakni Tevez sem varð markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Roberto Mancini, stjóri City, hafi lýst því yfir að Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir félagið rétti hann Argentínumanninum sáttarhönd gegn því að hann bæðist afsökunar. Tevez stökk upp í næstu flugvél og hefur ekki sést síðan. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira
Carlos Tevez, framherji Manchester City, var sektaður um sex vikna laun í desember fyrir að fljúga til heimalands síns, Argentínu, án leyfis. Talsmaður félagsins staðfesti þetta við Reuters-fréttastofuna. Aganefnd félagsins sektaði Tevez þann 21. desember fyrir brot á samningi sínum við félagið. Tevez flaug án leyfis heim til Argentínu í nóvember og hefur ekki látið sjá sig á æfingu hjá Manchester liðinu síðan. Tevez áfrýjaði sektinni en áfrýjunarnefndin, sem samanstóð af stjórnarmönnum City, neitaði. Frestur Tevez til að áfrýja sektinni til ensku úrvalsdeildarinnar rennur út 30. janúar. Argentínumaðurinn, sem hefur ekki spilað mínútu fyrir Manchester City síðan í september þegar hann neitaði að hita upp í leik með City í Meistaradeild Evrópu, er með um 200 þúsund pund í vikulaun eða sem nemur um 39 milljónum íslenskra króna. Sektin hljóðar því upp á um 235 milljónir íslenskra króna.Verður ekki seldur á útsöluverði Tevez hefur verið orðaður við brotthvarf frá City og hafa AC Milan, Inter Milan og Paris St Germain verið nefndir sem líklegir áfangastaðir. Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, hefur staðfest að Tevez verði hvorki seldur ódýrt frá félaginu eða lánaður. Tevez verði látinn sitja út samning sinn við City ef til þess komi. „Carlos er skuldbundinn Manchester City næstu tvö og hálft tímabil. Fáum við ekki sanngjarnt tilboð verður Tevez hér út samningstímann," sagði Mubarak.Gagnrýnir forráðamenn AC Milan Mubarak staðfestir að viðræður hafi átt sér stað við forráðamenn Inter Milan og PSG. Hann er hins vegar harðorður í garð forráðamanna AC Milan. „Inter Milan og Paris St Germain hafa átt í góðum viðræðum við okkur og það er alltaf ánægjulegt að eiga í samskiptum við fólk sem nálgast hlutina af fagmennsku," sagði Mubarak sem segir ekki í myndinni að Tevez gangi til liðs við AC Milan. Hann segir að viðræður sem forráðamenn Milan áttu við Tevez og ráðgjafa hans án leyfis hafi orðið til þess að þeir nálguðust City á rangan hátt. „Vilji þeir (forráðamenn Milan) eiga möguleika á að klófesta Tevez í félagaskiptaglugganum ættu þeir að hætta að hrósa hverjum öðrum og finna út úr hvernig þeir mæta kröfum okkar," sagði Mubarak.City gengur vel án Tevez Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ekki er að sjá að félagið sakni Tevez sem varð markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Roberto Mancini, stjóri City, hafi lýst því yfir að Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir félagið rétti hann Argentínumanninum sáttarhönd gegn því að hann bæðist afsökunar. Tevez stökk upp í næstu flugvél og hefur ekki sést síðan.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira