Innlent

Sakar ríkisstjórn um slöttólfshátt

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjördæmi, Tryggvi Þór Herbertsson, gagnrýnir stjórnvöld harkalega vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um að Vinstri grænir hafi komið í veg fyrir að viljayfirlýsing vegna álvers á Bakka yrði framlengd.

Hann sakar ríkisstjórnina um slöttólfshátt og segir hana drepa allar vonir um atvinnu á norðausturlandinu.

Tryggvi Þór skrifar á heimasíðu sína: „Seinagangur ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum, svo ekki sé rætt um fleiri svið, er slíkur að það er eins og nákvæmlega ekkert liggi á, þegar hið rétta er að líf fyrirtækja og afkoma einstaklinga liggur við. Svona slöttólfsháttur og ákvarðanafælni er hreinlega ekki í boði."

Þá segir Tryggvi ennfremur að stefna ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum sé nokkuð skýr: Hún sé engin.


Tengdar fréttir

VG kom í veg fyrir nýja viljayfirlýsingu

Tillaga iðnaðarráðherra um framlengingu viljayfirlýsingar vegna byggingar álvers á Bakka fékkst ekki afgreidd á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vegna andstöðu ráðherra Vinstri grænna var tillagan ekki samþykkt heldur vísað til meðferðar í sérstakri ráðherranefnd um orkumál. Sú nefnd var sett á laggirnar á þriðjudag til að fjalla um málið og einnig þau verkefni á sviði orkumála sem tengjast Stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila á vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×