Innlent

Sakar yfirvöld um að hunsa ferðaþjónustu

Matthías Imsland.
Matthías Imsland.

„Nú þarf að spýta í lófana og nýta meðbyrinn. Það er því miður ekki gert. Þess í stað upplifum við áhugaleysi stjórnvalda."

Þetta ritaði forstjóri Iceland Express, Matthías Imsland, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en hann sakar stjórnvöld um að hunsa sívaxandi ferðamannaþjónustu hér á landi.

Hann segir baráttuna um ferðamanninn vera orðin allverulega harða í heiminum. Enda góð tekjulind fyrir ferðamannaparadísir.

Matthíast segir að rödd vanti hér á landi fyrir ferðaiðnaðinn. Fyrir vikið skorti stjórnvöld skilning á þeim kostum sem ferðaþjónustan býður upp á.

Hann bendir á að í ár komu um hálf milljón ferðamanna til landsins. Gjaldeyristekjur af þeim voru 110 milljarðar króna. Því er til mikils að vinna því talið er að árið 2020 þá mun fjöldi ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands verða um milljón.

Hann segir að lokum að stjórnvöld hafi ekki efni á því að hunsa ferðaþjónustuna. Hvetur hann forsvarmenn stjórnarinnar leggja hönd á plóg og hlúa að þessum sívaxandi atvinnuveg hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×