Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 14:00 Martin varð bikarmeistari með Alba Berlín fyrr á þessu ári áður. Hann stefnir nú á NBA-deildina. Vísir/City-Press Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. Segist hann nú þegar vera búinn að fá boð um að koma og æfa. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Boltinn Lýgur Ekki á miðlinum Karfan.is. Þar fór Martin, sem er KR-ingur í húð og hár, yfir ferilinn til þessa og hvað framtíðin ber í skauti sér. Gaf hann það beint út að hann stefndi á að reyna fyrir sér í sumardeild NBA-deildarinnar næsta sumar. Boltinn Lýgur Ekki: Martin Hermannsson Finnst ég geta staðið í öllum þessum gaurum Ítarlegt spjall við leikmanninn um ferilinn til þessa, framtíðina og hæfileika hans í eldhúsinu#korfubolti https://t.co/2ph7SEHEH9 pic.twitter.com/TDUv5Ekx1K— Karfan (@Karfan_is) April 9, 2020 Tryggvi Hlinason, samherji Martins í íslenska landsliðinu og leikmaður Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni, reyndi fyrir sér í sumardeild NBA 2018 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann fékk ekki samning hjá liðinu sem varð NBA-meistari síðasta vor. Martin er alvarlega að íhuga að taka boðinu og þar með að taka þátt í sumardeildinni þar sem samningur hans við Berlínarliðið er að renna út, það er hins vegar enn óvíst hvort tímabilið í Þýskalandi verði klárað. „Það er allt í rugli og maður veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit ekki hvort ég klári tímabilið með Alba Berlín,“ sagði Martin í hlaðvarpinu. Þá vildi hann ekki gefa upp hvaða NBA-lið hefði boðið honum til æfinga. Martin telur að reynsla hans úr EuroLeague, Evrópudeildinni í körfubolta og einni sterkustu deildí heimi, hafi sýnt honum að hann gæti vel spilað við þá bestu og að allir körfuboltamenn hefðu þann draum um að spila í NBA-deildinni. Nú er bara að bíða og sjá hvort draumur Martins verði að veruleika. Körfubolti Þýski boltinn NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. Segist hann nú þegar vera búinn að fá boð um að koma og æfa. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Boltinn Lýgur Ekki á miðlinum Karfan.is. Þar fór Martin, sem er KR-ingur í húð og hár, yfir ferilinn til þessa og hvað framtíðin ber í skauti sér. Gaf hann það beint út að hann stefndi á að reyna fyrir sér í sumardeild NBA-deildarinnar næsta sumar. Boltinn Lýgur Ekki: Martin Hermannsson Finnst ég geta staðið í öllum þessum gaurum Ítarlegt spjall við leikmanninn um ferilinn til þessa, framtíðina og hæfileika hans í eldhúsinu#korfubolti https://t.co/2ph7SEHEH9 pic.twitter.com/TDUv5Ekx1K— Karfan (@Karfan_is) April 9, 2020 Tryggvi Hlinason, samherji Martins í íslenska landsliðinu og leikmaður Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni, reyndi fyrir sér í sumardeild NBA 2018 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann fékk ekki samning hjá liðinu sem varð NBA-meistari síðasta vor. Martin er alvarlega að íhuga að taka boðinu og þar með að taka þátt í sumardeildinni þar sem samningur hans við Berlínarliðið er að renna út, það er hins vegar enn óvíst hvort tímabilið í Þýskalandi verði klárað. „Það er allt í rugli og maður veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit ekki hvort ég klári tímabilið með Alba Berlín,“ sagði Martin í hlaðvarpinu. Þá vildi hann ekki gefa upp hvaða NBA-lið hefði boðið honum til æfinga. Martin telur að reynsla hans úr EuroLeague, Evrópudeildinni í körfubolta og einni sterkustu deildí heimi, hafi sýnt honum að hann gæti vel spilað við þá bestu og að allir körfuboltamenn hefðu þann draum um að spila í NBA-deildinni. Nú er bara að bíða og sjá hvort draumur Martins verði að veruleika.
Körfubolti Þýski boltinn NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira