Körfubolti

Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin varð bikarmeistari með Alba Berlín fyrr á þessu ári áður. Hann stefnir nú á NBA-deildina.
Martin varð bikarmeistari með Alba Berlín fyrr á þessu ári áður. Hann stefnir nú á NBA-deildina. Vísir/City-Press

Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. Segist hann nú þegar vera búinn að fá boð um að koma og æfa.

Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Boltinn Lýgur Ekki á miðlinum Karfan.is. Þar fór Martin, sem er KR-ingur í húð og hár, yfir ferilinn til þessa og hvað framtíðin ber í skauti sér. Gaf hann það beint út að hann stefndi á að reyna fyrir sér í sumardeild NBA-deildarinnar næsta sumar.

Tryggvi Hlinason, samherji Martins í íslenska landsliðinu og leikmaður Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni, reyndi fyrir sér í sumardeild NBA 2018 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann fékk ekki samning hjá liðinu sem varð NBA-meistari síðasta vor.

Martin er alvarlega að íhuga að taka boðinu og þar með að taka þátt í sumardeildinni þar sem samningur hans við Berlínarliðið er að renna út, það er hins vegar enn óvíst hvort tímabilið í Þýskalandi verði klárað. 

„Það er allt í rugli og maður veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit ekki hvort ég klári tíma­bilið með Alba Berlín,“ sagði Mart­in í hlaðvarpinu. Þá vildi hann ekki gefa upp hvaða NBA-lið hefði boðið honum til æfinga.

Martin telur að reynsla hans úr EuroLeague, Evrópudeildinni í körfubolta og einni sterkustu deildí heimi, hafi sýnt honum að hann gæti vel spilað við þá bestu og að allir körfuboltamenn hefðu þann draum um að spila í NBA-deildinni.

Nú er bara að bíða og sjá hvort draumur Martins verði að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×