Innlent

Ríf­lega 30 þúsund manns hafa sótt um hluta­bætur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna áhrifa kórónuveirunnar.
Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna áhrifa kórónuveirunnar. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands.

Þá kemur fram að dreifing umsækjenda milli landshluta sé að mestu í samræmi við dreifingu starfandi fólks í landinu en fjöldi umsækjenda sé þó hlutfallslega hærri á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu.

Um 11 prósent umsókna bárust frá íbúum á Suðurnesjum þar sem 8 prósent starfandi landsmanna bjó á síðasta ári og 67 prósent umsókna koma frá fólki búsettu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 64 prósent starfandi landsmanna bjuggu á síðastliðnu ári.

Kynjaskipting er nokkuð jöfn, um 55 prósent karlar og 45 prósent konur. Í fyrra voru 53 prósent starfandi landsmanna karlar og 47 prósent konur samkvæmt tölum frá Hagstofu.

Rúmlega þrír af hverjum fjórum eru íslenskir ríkisborgarar, um 14 prósent Pólverjar og 10 borgarar annarra ríkja. Í fyrra voru um 80 prósent starfandi fólks hérlendis Íslendingar en 20 prósent með erlent ríkisfang.

Þá var stærstur hluti umsækjenda á aldursbilinu 30-39 ára en það voru um 26 prósent umsækjenda, samanborið við 21,6 prósent af starfandi fólki. Lægst er hlutfallið meðal fólks á aldrinum 60-69 ára en 9 prósent umsækjenda eru á þeim aldri samanborið við 11,7 prósent starfandi fólks.


Tengdar fréttir

Áhrif COVID-19 á ungmenni

Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×