Félags- og barnamálaráðherra grípur til aðgerða vegna fleiri barnaverndarmála Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2020 12:00 Tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað mikið frá því kórónuveiran kom til Íslands. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur. Barnavernd Félagsmál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur.
Barnavernd Félagsmál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira