Fótbolti

Ron­aldin­ho laus úr fangelsi eftir 32 daga á bak við lás og slá

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölmiðlaáhuginn sem Ronaldinho er sýndur í Paragvæ er litlu minni en á leikdegi á Camp Nou.
Fjölmiðlaáhuginn sem Ronaldinho er sýndur í Paragvæ er litlu minni en á leikdegi á Camp Nou. VÍSIR/EPA

Fyrrum stórstjarnan Ronaldinho er kominn úr fangelsinu í Paragvæ eftir að hafa verið tekinn með falsað vegabréf í síðasta mánuði ásamt bróður sínum.

Ronaldinho sat einungis í fangelsinu í 32 daga en hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Hann borgaði hins vegar tryggingu upp á 1,3 milljónir punda.

Hann fær þó ekki að fara úr landinu alveg strax því hann er komin til höfuðborgarinnar þar sem hann mun dvelja á hóteli áður en hann mættir fyrir dóm í annað sinn og úrskurðað verður í málinu fyrir fullt og allt.

Ronaldinho spilaði síðast fyrir Fluminense í heimalandinu árið 2015 en hann var handtekinn 6. mars. Hann vissi ekki að hann væri með falsað vegabréf og kannaðist ekkert við ásakanirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×