Innlent

Máli Jóhanns Helga­sonar vísað frá

Atli Ísleifsson skrifar
Höfuðstöðvar Universal Music Group í Los Angeles.
Höfuðstöðvar Universal Music Group í Los Angeles. Creative Commons

Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun og hefur blaðið eftir Jóhanni að hann geti áfrýjað niðurstöðunni til æðra dómstigs. Erfiðara verði þó að sækja málið.

Málið snýr að líkindum Saknaðar, lags Jóhanns, og You Raise Me Up, lags Norðmannsins Rolf Løvland og vill Jóhann meina að um lagastuld sé að ræða.

Dómarinn André Birotte Jr. segir líkindi laganna ekki vera slíkt að þau jafngildi lagastuldi. Tók dómarinn jafnframt undir með tónlistarsérfræðingnum Lawrence Ferrara sem vann álit fyrir tónlistarrisana, en sagði jafnframt skýrslu sérfræðings Jóhanns gallaða og þar með ómarktæka.

Jóhann segir ennfremur í samtali við Fréttablaðið að það sé umhugsunarefni hve lengi dómarinn hafi beðið með að birta niðurstöðu sína. Sé hugsanlegt að hann hafi verið að bíða eftir niðurstöðu í öðru máli þar sem Ferrera skilaði einnig sérfræðiáliti fyrir tónlistarrisa. 

Þá segir hann dómari ekkert tekið tillit til aðgengis Løvland að laginu Söknuði, svo sem þegar hann var á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×