Innlent

Er möguleiki að steypa fleiri götur á Íslandi?

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.
„Við erum með bergtegundir sem við höfum aðgang að, það er svo lítil hersla að þau efni duga mun verr en þau efni sem eru í nágrannalöndunum okkar. En klárlega er steypta slitlagið mjög gott. Menn eru að leggja saman og skoða hvað það kosti í upphafi. Þá er aðallega verið að hugsa um hvernig er hægt að setja slitlagið á, á sem ódýrastan hátt," segir Runólfur Ólafsson hjá FÍB.

Í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Runólfur um möguleikann að steypa fleiri götur hér á landi.

„Menn fóru á sínum tíma í tilraunir með að steypa götur upp á Akranesi og svo munum við eftir gamla Keflavíkurveginum. Það hefur verið malbikað ofan á hann. Steypuslitlagið stenst miklu betur en þetta malbik og malarlag sem við þekkjum," sagði Runólfur í þættinum í dag.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Runólf í hljóðbrotinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×