Innlent

Fíkniefni fundust við húsleit

Lögreglan í Borgarnesi, með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lagði hald á nokkuð af svonefndum hörðum fíkniefnum við húsleit í tveimur íbúðum í Reykjavík í fyrrakvöld og handtók í leiðinni þrjú ungmenni. Eitt þeirra er jafnframt grunað um akstur undir áhrifum fíkniefna. Efnið var komið í smásölupakkningar og fundust jafnframt íblöndunarefni. Fólkinu var sleppt að yfirheyrslum loknum og verður málið sent saksóknara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×