Segist ekki höggva tré í skóginum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. janúar 2016 06:00 Tryggvi Hansen heggur ekki tré í skóginum. Hér situr hann við eld sem hann kveikti úr mandarínukössum. Fréttablaðið/Vilhelm „Skógurinn er heilagur. Ég hef ekki höggvið neitt hér nema til að komast leiðar minnar,“ segir Tryggvi Hansen um ásakanir þess efnis að hann eyðileggi skóginn þar sem hann býr til að nota sem eldivið. „Þessi furðulegi maður stórskemmir skóginn, á því er enginn vafi,“ er meðal þess sem segir í athugasemdum á Vísi við frétt Fréttablaðsins um Tryggva á þriðjudag í síðustu viku. Í fréttinni sagði frá baráttu Tryggva við að halda á sér hita þar sem hann býr í tjaldi í skógi í Reykjavík. Sagðist Tryggvi hafa gaman af því að stússa við eld og vera að koma í gagnið Sólóeldavél sem brennir viði. „Ég nota bretti, mest úr Sorpu og víðar og tætlur úr hreinum viði,“ útskýrir Tryggvi. Reyndar hafi hann eitt sinn verið að huga að því að fella tré fyrir viðarskjól. „En þröstur vinur minn hér kom í tréð og mótmælti. Í staðinn fann ég dautt tré fyrir súlu í skýlinu.“ Að vísu segist Tryggvi lítið kveikja upp. Oftast sé hann í þeim hita sem sé úti við. „Ég kveiki í mesta lagi einu sinni á dag upp í tjaldinu og þá eiginlega bara í frostum. Þá er hitinn í tjaldinu lítið meira en ofan við núllið í kannski tvo eða þrjá tíma. Þannig næ ég að þurrka föt en mest skóna mína. Tásurnar kvarta stundum ef þær blotna um of,“ lýsir hann. Tryggvi kveðst efast um að finna megi marga skógarbúa sem fari varlegar í að drepa lifandi verur. „Ég meira að segja bjargaði flugu í gær,“ segir hann. „Hún fraus fyrst með lappirnar í matarskálinni minni. Ég losaði hana með volgu vatni og rétt náði að bjarga henni frá drukknun með mikilli varfærni. Síðan var hún í þurrki og flaug svo aftur burt.“ Tryggvi segist hafa hirt dauðar og þurrar hríslur í fyrravor og þar sem runnar liggi of þétt til þess að komast um neyðist hann til að opna aðeins. Hann þekki hins vegar marga Finna og Norðmenn sem séu skógarfólk og þeir höggvi og grisji á vorin og kljúfi við og þurrki. „Það er grisjað þar sem vex of þétt til að heilsubetri tré nái meiri vexti. Svo er þurrkað allt sumarið undir þekju. En ég hef ekki gert þetta. Hins vegar heggur skógræktin í Heiðmörk alveg helling á hverju ári og allir skógarbændur til þess einmitt að efla vöxtinn upp á við. Fólkið sem er að skammast yfir því sem ég ekki geri er frekar úti að aka og veit ekki almennilega hvernig skógar hagar sér,“ segir Tryggvi sem almennt séð kveðst vera til góðs fyrir vöxtinn í skóginum. „Bæði planta ég sjálfur fleiri heilsulegum tegundum fyrir jarðveginn og skila af mér mínu affalli. Þar blanda ég við ösku úr ofnum og moldin eflist við það fyrir margar verur. Og ég er með netlufræ sem fara niður í vor. Það er mjög heilsuleg planta og eflandi á marga vegu fyrir nábýlinga,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi. Tengdar fréttir Er ekki jafn mikið ógeð og konan telur mig vera Tryggva Gunnari Hansen finnst brjálæðislegt að kona ein ætli að safna liði og leita hans 1. október 2015 07:00 Tortímum okkur ekki sjálf fyrir sleikipinna Tryggvi Hansen hefur nú í hálft ár búið í tjaldi í útjaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir Íslendinga vanta stjórnmálaflokk og trúarbrögð sem snúist um náttúruna. 5. janúar 2016 06:00 Ísland í dag kíkir í heimsókn til Tryggva Gunnars Hansen Tryggvi Gunnar Hansen hefur búið í tjaldi í újaðri Reykjavíkur undanfarna mánuði. 30. september 2015 20:15 Afkomandi huldufólks býr í skógarrjóðri við Reykjavík Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana. 29. september 2015 06:00 Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
„Skógurinn er heilagur. Ég hef ekki höggvið neitt hér nema til að komast leiðar minnar,“ segir Tryggvi Hansen um ásakanir þess efnis að hann eyðileggi skóginn þar sem hann býr til að nota sem eldivið. „Þessi furðulegi maður stórskemmir skóginn, á því er enginn vafi,“ er meðal þess sem segir í athugasemdum á Vísi við frétt Fréttablaðsins um Tryggva á þriðjudag í síðustu viku. Í fréttinni sagði frá baráttu Tryggva við að halda á sér hita þar sem hann býr í tjaldi í skógi í Reykjavík. Sagðist Tryggvi hafa gaman af því að stússa við eld og vera að koma í gagnið Sólóeldavél sem brennir viði. „Ég nota bretti, mest úr Sorpu og víðar og tætlur úr hreinum viði,“ útskýrir Tryggvi. Reyndar hafi hann eitt sinn verið að huga að því að fella tré fyrir viðarskjól. „En þröstur vinur minn hér kom í tréð og mótmælti. Í staðinn fann ég dautt tré fyrir súlu í skýlinu.“ Að vísu segist Tryggvi lítið kveikja upp. Oftast sé hann í þeim hita sem sé úti við. „Ég kveiki í mesta lagi einu sinni á dag upp í tjaldinu og þá eiginlega bara í frostum. Þá er hitinn í tjaldinu lítið meira en ofan við núllið í kannski tvo eða þrjá tíma. Þannig næ ég að þurrka föt en mest skóna mína. Tásurnar kvarta stundum ef þær blotna um of,“ lýsir hann. Tryggvi kveðst efast um að finna megi marga skógarbúa sem fari varlegar í að drepa lifandi verur. „Ég meira að segja bjargaði flugu í gær,“ segir hann. „Hún fraus fyrst með lappirnar í matarskálinni minni. Ég losaði hana með volgu vatni og rétt náði að bjarga henni frá drukknun með mikilli varfærni. Síðan var hún í þurrki og flaug svo aftur burt.“ Tryggvi segist hafa hirt dauðar og þurrar hríslur í fyrravor og þar sem runnar liggi of þétt til þess að komast um neyðist hann til að opna aðeins. Hann þekki hins vegar marga Finna og Norðmenn sem séu skógarfólk og þeir höggvi og grisji á vorin og kljúfi við og þurrki. „Það er grisjað þar sem vex of þétt til að heilsubetri tré nái meiri vexti. Svo er þurrkað allt sumarið undir þekju. En ég hef ekki gert þetta. Hins vegar heggur skógræktin í Heiðmörk alveg helling á hverju ári og allir skógarbændur til þess einmitt að efla vöxtinn upp á við. Fólkið sem er að skammast yfir því sem ég ekki geri er frekar úti að aka og veit ekki almennilega hvernig skógar hagar sér,“ segir Tryggvi sem almennt séð kveðst vera til góðs fyrir vöxtinn í skóginum. „Bæði planta ég sjálfur fleiri heilsulegum tegundum fyrir jarðveginn og skila af mér mínu affalli. Þar blanda ég við ösku úr ofnum og moldin eflist við það fyrir margar verur. Og ég er með netlufræ sem fara niður í vor. Það er mjög heilsuleg planta og eflandi á marga vegu fyrir nábýlinga,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi.
Tengdar fréttir Er ekki jafn mikið ógeð og konan telur mig vera Tryggva Gunnari Hansen finnst brjálæðislegt að kona ein ætli að safna liði og leita hans 1. október 2015 07:00 Tortímum okkur ekki sjálf fyrir sleikipinna Tryggvi Hansen hefur nú í hálft ár búið í tjaldi í útjaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir Íslendinga vanta stjórnmálaflokk og trúarbrögð sem snúist um náttúruna. 5. janúar 2016 06:00 Ísland í dag kíkir í heimsókn til Tryggva Gunnars Hansen Tryggvi Gunnar Hansen hefur búið í tjaldi í újaðri Reykjavíkur undanfarna mánuði. 30. september 2015 20:15 Afkomandi huldufólks býr í skógarrjóðri við Reykjavík Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana. 29. september 2015 06:00 Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Er ekki jafn mikið ógeð og konan telur mig vera Tryggva Gunnari Hansen finnst brjálæðislegt að kona ein ætli að safna liði og leita hans 1. október 2015 07:00
Tortímum okkur ekki sjálf fyrir sleikipinna Tryggvi Hansen hefur nú í hálft ár búið í tjaldi í útjaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir Íslendinga vanta stjórnmálaflokk og trúarbrögð sem snúist um náttúruna. 5. janúar 2016 06:00
Ísland í dag kíkir í heimsókn til Tryggva Gunnars Hansen Tryggvi Gunnar Hansen hefur búið í tjaldi í újaðri Reykjavíkur undanfarna mánuði. 30. september 2015 20:15
Afkomandi huldufólks býr í skógarrjóðri við Reykjavík Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana. 29. september 2015 06:00
Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. 30. september 2015 07:00