Gæsluvarðhald yfir Þorsteini Kragh og aldraða Hollendingnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á um 190 kílóum af hassi með Norrænu til landsins rennur út í dag.
Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verður farið fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu langs gæsluvarðhalds verður krafist.
Auk 190 kílóa af hassi fundust eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni í húsbíl Hollendingsins sem var að koma til landsins með Norrænu þann 10.júní.

