Innlent

Hollenski hasssmyglarinn áfram í haldi

Eins og sjá má var um töluvert magn að ræða. Hér standa tveir lögregluþjónar hjá hassinu sem Hollendingurinn var með.
Eins og sjá má var um töluvert magn að ræða. Hér standa tveir lögregluþjónar hjá hassinu sem Hollendingurinn var með. MYND/FRIKKI ÞÓR

Hollendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarnar þrjár vikur vegna innflutnings á um 190 kílóum af hassi sem fundust í húsbíl hans á Seyðisfirði, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22.júlí næstkomandi.

Maðurinn sem er á sjötugsaldri var handtekinn þann 11.júní síðast liðinn eftir að upp komst um smyglið en hann kom til landsins með norrænu.

Auk 190 kílóa af hassi fannst eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rann út í dag. Það hefur því verið framlengt.

Þorsteinn Kragh tónleikahaldari og umboðsmaður var handtekinn fyrir viku síðan í tengslum við málið og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×