Innlent

Þorsteinn neitar öllu við yfirheyrslur

Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh.
Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh.

Samkvæmt heimildum Vísis neitar Þorsteinn Kragh öllum ásökunum við yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í síðustu viku eftir að hafa verið handtekinn í tengslum við innflutning á um 190 kílóum af hassi, sem Hollendingur var tekinn með á Seyðisfirði í byrjun júní.

Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Þorsteinn neitar öllu í yfirheyrslunum en hann var handtekinn á miðvikudag í síðustu viku.

Auk 190 kílóa af hassi fundust eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni í húsbíl Hollendingsins sem var að koma til landsins með norrænu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×