Innlent

Ekki lengur snjóflóðahætta

Ekki er lengur snjóflóðahætta í Hvalsnesskriðum fyrir austan. Þá er færð með ágætu móti víðast hvar. Á Suðurlandi og Vesturlandi eru vegir víðast auðir þótt lítilsháttar hálka sé á stöku stað. Á vestfjörðum eru hálkublettir víða en hálka á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Eyrarfjall. Á Norðvesturlandi er aðalleiðir auðar en á Norðausturlandi er víða hálka og snjóþekja.

Þá er hámarkshraði 30 km við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði vegna bilunar og viðgerða. Ökumenn eru beðnir um að gæta ýtrustu varúðar þegar ekið er yfir brúna, sérstaklega þeir sem eru á þungum ökutækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×